Tebollur

Hráefni:

3,5 dl hveiti
1 dl sykur
1,5 tsk lyftiduft
0,5 dl rúsínur eða súkkulaðibitar (döðlur eða hnetur)
100g smörlíki
0,5 tsk kardimommudropar
1 egg
3/4 dl mjól

Aðferð:

  • Sigtaðu öll þurrefnin í skál. Bættu rúsínum eða súkkulaðibitum út í.
  • Myldu smörlíkið saman við þurrefnin.
  • Brjóttu eggið í bolla og hrærðu því svo saman við ásamt mjólkinni.
  • Settu tebollurnar með skeið á plötu (10-12 stykkir).
  • Bakaðu í miðjum ofni við 175 °C í 10-15 mínútur.