Heitt vax

1. Byrjaðu á nýrri mynd með Ctrl+N eða File > New stærð 500 x 100 punktar með hvítum bakgrunni. Veldu síðan hvítan lit sem forgrunnslit og ljósgráan sem bakgrunnslit t.d. Red 200, Green 200, Blue 200. Síðan skaltu skrifa inn texta. Hér er notað feitletrað 72 punkta Times New Roman letur. Textinn á vera valinn þangað til annað er tekið fram.

2. Breyttu áferð myndarinnar með því smella á úðabrúsahnappinn og velja eftirfarandi stillingar: Size =50, Shape =Round, Opacity =100 og Paper Texture =Lava. (Lava merkir hraun).

3. Veldu ljósgráan sem forgrunnslit (fljótlegast er smella á litlu örina við litahnappana).

4. Úðaðu yfir stafina þangað til þeir verða gráleitir. Þá gæti myndin litið svona út:

5. Veldu hvítan lit sem forgrunnslit og Selections > Select None Opnaðu næst Image valmyndina og veldu Special Effects > Hot Wax Coating Hot Wax aðgerðin rekur smiðshöggið á breyta áferð textans.

6. Prófaðu nota aðra áferð á textann. Á myndina efst á síðunni var notuð áferðin Woodgrain, en á myndina hér fyrir neðan var notað Letters 2, síðan var bætt við Hot Wax Coating. Mundu bara hafa alltaf hvítan lit valinn sem forgrunnslit þegar Hot Wax er valið.






© Árni H. Björgvinsson 12.4.2005