2. Málrækt

Panda málar - flettibók

Í bók vikunnar kynnist Panda litla litunum. Litirnir sem koma fyrir eru hvítur, svartur, rauður, blár, gulur, grænn, appelsínugulur ( rauðgulur ), fjólublár ( blárauður ), bleikur ( ljósrauður ) og brúnn.


Smellið á bókina
og lesið saman.

Panda málar - Leikur með liti

Hér er einfaldur leikur byggður á bókinni um hana Pöndu litlu.
Leikurinn reynir á hlustun og athyglisgáfu.



Smellið á myndina
og skoðið litina.

Stafróf dýranna

Flest börn læra snemma hvaða staf þau eiga.
En hvaða stafi eiga dýrin - dúfan, ljónið og yrðlingurinn?


Smellið á myndina og
skoðið stafina.


Þessar sniðugu stafamyndir fylgja bókinni Stafróf dýranna Í bókinni eru bókstafirnir frá a til ö kynntir til sögunnar með hjálp þrjátíu og tveggja dýra úr öllum heimshornum. Léttum fróðleik um dýrin er einnig fléttað saman við fyrstu skrefin í lestrarnámi.



Stafrófslagið

Eitt af sönglögum vikunnar er íslenska stafrófslagið. Upplagt er hlusta á lagið þegar stafirnir eru skoðaðir.