Ópersónulegar sagnir

Oftast eru sagnir persónulegar Það þýðir þær laga sig eftir persónu gerandans, frumlagsins. (ég sef, þú sefur, við sofum, þið sofið, þeir sofa.) Hér breytist sögnin eftir því hvaða persóna og tala er á fornafninu.

Ópersónulegar sagnir hafa einfaldari beygingu en venja er með sagnir í íslensku. Þær eru óbreyttar í öllum persónum og báðum tölum. Hins vegar reynist mörgum erfitt finna rétt föll á frumlögin sem fylgja þeim. Til dæmis er rétt segja:
Mig langar (ekki mér)
Mig dreymir (ekki mér)
Svo eru líka tvær persónulegar sagnir sem oft eru notaðar eins og þær væru ópersónulegar. Þetta eru sagnirnar hlakka og kvíða. Rétt er segja:
Ég hlakka til jólanna (ekki mig/mér hlakkar)
Ég kvíði fyrir vetrinum (ekki mig/mér kvíðir/kvíður)

Langlang lang flestar ópersónulegar sagnir hafa merkingu sem tengist tilfinningum, skynjun, mati. Það er sæmilega góð regla. Hins vegar er ómögulegt finna reglu um það hvenær ópersónuleg sögn tekur með sér frumlagsorð í þolfalli eða þágufalli. Það er eitthvað sem verður einfaldlega læra utanbókar. D æmasafn:

Með þolfalli
Með þágufalli
mig langar
mig dreymir
mig syfjar
mig þyrstir
mig minnir
mig grunar
mig svíður sárið)
mig vantar
mig rámar
mig hrjáir
mig verkjar
mig órar
mig klígjar
mig tekur (sárt)

mig klæjar
mig svengir
mig hryllir
mig fýsir
mig ber (að landi)
mig rekur (að landi)
mig skortir
mig munar
mig brestur (kjark)
mig svimar
mig lengir (eftir e-u)
mig hungrar
mig hlægir

mér finnst
mér leiðist
mér líkar
mér þykir
mér geðjast
mér liggur (á)
mér svíður (tjónið)
mér dettur hug)
mér sárnar
mér blæðir

mér hlýnar
mér kólnar
mér dámar
mér líst (vel á)
mér stendur sama)
mér ber (að gera e-ð)
mér líður
mér gengur
mér blöskrar
mér ofbýður

Sumir rugla saman þessum tveimur flokkum, minnsta kosti nokkrum algengum sögnum í þeim. Algengast er þá fólk noti þágufall með sögnum sem hafa alltaf tekið með sér þolfall. Til dæmis nefna mér langar og mér vantar Allerfiðlega gengur venja fólk af þessu en það tekst þó stundum alveg og stundum hálfu. Stundum þegar fólk hefur lært í skóla segja mig langar og mig vantar heyrist hins vegar sagt: Mig vantar eitt blað - og Sigurði líka :-) Mig langar í ís en honum langar í frostpinna :-) Fólk man regluna og notar dæmið sem það lærði en yfirfærir regluna ekki á önnur orð sem ættu standa á sama hátt.

Nokkrar sagnir sem "eiga vera" persónulegar hafa af einhverjum sökum dottið inn í hóp ópersónulegra sagna og það er mikið reynt leiðrétta það, fólk til breyta út frá þeirri hefð. Þegar er gáð er eðlileg skýring á því af hverju þessar sagnir hafa farið á flakk. Þær hafa nefnilega sambærilega tilfinningamerkingu og ópersónulegu sagnirnar. Þess vegna finnst fólki þær eiga haga sér eins og allar hinar. En því miður, reglurnar eru skýrar. Þetta eru sagnirnar:

hlakka kvíða finna (til) kenna (til)
Ég hlakka (til)
þú hlakkar
Guðrún hlakkar
Strákarnir hlakka
ég kvíði (fyrir)
þú kvíðir
Guðrún kvíðir
Strákarnir kvíða
Ég finn til
Þú finnur til
Guðrún finnur til
Strákarnir finna til
Ég kenni til
Þú kennir til
Guðrún kennir til
Strákarnir kenna til

 


Ópersónulegar sagnir laga sig ekki að frumlaginu sem þær standa með og eru eingöngu notaðar í þriðju persónu eintölu. Skrifaðu setningar með fimm mismunandi ópersónulegum sögnum.

RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© María Ragnarsdóttir 6.3.2005