Sögusamkeppni - hugmyndir

 

Jólasögusamkeppni Vitans og Íslenskuskólans

Lumar þú á jólasögu? Verður jólasagan þín lesin upp í útvarpinu?
  Útvarpsþátturinn Vitinn og Íslenskuskólinn efna til samkeppni um skemmtilega jólasögu. Bestu sögurnar verða lesnar upp í Vitanum á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Allar jólasögurnar verða svo birtar á sérstökum vef svo allir sem þið þekkið geta lesið þær.

Vertu með í samkeppninni og segðu frá jólunum þar sem þú býrð.

Hver þátttakandi fær 300 stjörnur í Íslenskuskólanum!

Þú gætir til dæmis skrifað um:

Eru haldin jól í þínu landi?

Eru þau hátíðleg? Hvernig?

Er Þorláksmessa þar sem þú býrð?

Hvenær eru jólin, 24. eða 25. desember? Hvenær opnið þið pakkana?

Hvað er skemmtilegast við jólin þar sem þú býrð? Hvað er leiðinlegast?

Hvernig eru jólahefðirnar? Jólakökurnar? Jólamessan? Jólalögin? Jólaskrautið? Jólamaturinn? Jólasveinarnir?

Er skórinn settur út í glugga? Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Hvers saknar þú mest ef þú hugsar um íslensk jól?

Eru haldin jólaboð?

Eru jólagjafir mikilvægar?

   
  Þér er sjálfsögðu frjálst fjalla um hvaðeina sem þér dettur í hug og tengist jólahaldi í þínu landi.

 

  Skilafrestur er til 27. nóvember.

Vertu með!

 

 

 Skoðaðu líka þessi skemmtilegu
jólafrímerki Íslandspósts.

  Nánari upplýsingar...
821822713714787788

945946947948949950951952
953954955956957985986
62662785986010151016Nánari upplýsingar...