Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Verkefni 1. Ópersónulegar sagnir.

Ópersónulegar sagnir nefnast þær sagnir sem eru aðeins notaðar í einni persónu: þriðju persónu eintölu.   Þær beygjast ekki eftir persónum.   Þær taka með sér frumlag í þolfalli eða þágufalli.    Mjög oft tákna þessar sagnir veðurfar, komu dagstíma og árstíma, ástand eða líðan.

 

Settu orðin í svigunum í rétt fall.

 (Ég)langar í bíó.

(Piltarnir)langar heim.

(Stelpan)skortir ekki mat.

(Þú)vantar bók.

(Ég)minnir að ég hafi dottið.

(Þeir)munar ekki um að lána honum nokkrar krónur.

(Ég) batnar ef ég fæ mér hunangste.

(Hann)þykir skyr vont.

(Hún)blöskrar verðið á peysunni.

(Við)liggur á.

(Hann)fýsir að komast út.

(Allir)grunar að hann sé að ljúga.

(Hún)liggur á að komast heim.

(Ég)geðjast að þessum unga manni.

(Þið)sárnar ef við kveðjum.


Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© María Ragnarsdóttir 28.2.2005