Jakobína 1

Þetta er Jakobína. Hún er frá Íslandi.

Í dag er föstudagurinn þrettándi janúar árið tvö þúsund.

Þetta er ekki góður dagur. Jakobína svaf yfir sig.

Jakobína vaknaði of seint af því að vekjaraklukkan er biluð.

Hún vaknaði klukkan ellefu.

Skólinn byrjar klukkan níu. Jakobína kom of seint í skólann.

Jakobínu líður ekki vel. Henni líður illa.

Hún er svöng og þyrst af því að hún hljóp í skólann og borðaði ekki morgunmat.

Venjulega borðar hún morgunkorn með mjólk, eitt epli og drekkur glas af appelsínusafa og smá te.

Klukkan tólf borðar hún hádegismat í skólanum.

Venjulega er góður matur í skólanum en ekki í dag. Í hádegismatinn er pítsa.

Henni finnst pítsa vond! Hún borðar ekki pítsu en drekkur eitt vatnsglas.

Skólinn er búinn klukkan þrjú og þá gengur Jakobína heim.

Henni líður illa. Hún er ennþá svöng og þyrst.

Jakobína er veik af því að hún er ekki búin að borða neitt.

...

Hér ertu að svara spurningunum.

1. Hvaða dagur og ár er?

2. Af hverju vaknaði Jakobína seint?

3. Hvernig fór Jakobína í skólann?

4. Hvað borðar Jakobína venjulega í morgunmat?

5. Er venjulega vondur matur í skólanum?

6. Hvað finnst Jakobínu vont að borða?

7. Hvernig líður Jakobínu þegar hún kemur heim?

8. Af hverju er Jakobína veik?


Svaraðu öllum spurningunum.

RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Svanlaug Pálsdóttir 18.2.2021