Fallhættir

Nafnháttur er nafnorðsmynd (heiti) sagnarinnar. Hann endar oftast á -a, t.d. lesa skrifa Í nokkrum sögnum hefur -a fallið brott eftir t.d. fáa - fá, spáa- spá. Tvær sagnir enda á -u munu, skulu. Nafnháttur er auðþekktur á endingunni -a og nafnháttamerkinu

 

Lýsingaháttur þátíðar gegnir einnig líku hlutverki og lýsingaorð. Hann er til í öllum kynjum og getur haft sterka og veika beygingu. Endingar hans í karlkyni, eintölu, nefnifalli eru sem hér segir: -inn, -aður, -ður, -dur, -tur. Dæmi: Elskaður, tekinn, færður, hengdur, reyktur

Lýsingaháttur þátíðar er notaður með sögnunum hafa vera verða og myndar hann með þeim samsettar tíðir og þolmynd. Dæmi: Ég hef sagt Hann er valinn Þú verður sóttur

Lýsingaháttur þátíðar hefur oft stöðu lýsingaorðs. Dæmi: Hann hélt heim því loknu.  Einnig er orði eða forskeyti aukið framan við lýsingarhátt þátíðar: Hann er útsofinn Ber þá greina hann sem lýsingaorð

  Lýsingaháttur nútíðar gegnir líku hlutverki og lýsingaorð. Hann endar alltaf á -andi t.d. siglandi, gangandi o.s.frv. og er hann auðþekktur á því. Hann er oftast hliðstæður, t.d. hafðu vakandi auga á drengnum. Hann er sofandi.

Þegar lýsingarháttur nútíðar er sérstæður, verður hann ævinlega nafnorði. Dæmi: Eigandi hússins er eigi heima. Eigandinn er eigi heima.

Oft er forskeyti eða orði aukið framan við lýsingarhátt nútíðar: núverandi, hálfgrátandi o.s.frv. og telst hann þá lýsingarorð.

Greindu fallhættina í eftirfarandi verkefni.







Engin lína hefur verið skráð í æfinguna




© María Ragnarsdóttir 4.4.2005