Rigning í Osló, 5. hluti

RIGNING Í OSLÓ
Höfundur:Harald Skjönsberg
Þýðandi: Hilmar Hilmarsson


Í síðasta hluta var lögreglan komin heim til Jóhanns en María og mamma hennar voru fara berfættar og á náttkjólunum niður brunastigann til fela sig í bakgarðinum.

Í sama mund og þær hurfu niður brunastigann
opnaði móðir Jóhanns dyrnar fram á ganginn.
Hún leit alltaf út fyrir vera svo blíð og róleg,
jafnvel þótt hún væri það alls ekki.
- Nei, sagði hún við lögreglumennina.
- Við vitum ekki hvar þær eru.
Ég hef ekki séð þær í nokkra daga.
Hefur frú Beck gert eitthvað ólöglegt?
- Ólöglegt og ólöglegt,
sagði annar lögreglumaðurinn.
- Hún er gyðingur.
- Við vitum það, svaraði hún hæglátlega.
- Ég get því miður ekki hjálpað ykkur.
Lögreglumennirnir gengu óboðnir inn í íbúðina.
Þeir lituðust um á ganginum eins og þeir



byggjust við finna eitthvað.
Eins og fyrir tilviljun litur þeir inn í stofuna.
Annar rak augun í brunastigann.
- Hvert liggja þessar tröppur? spurði hann.
- Niður í bakgarðinn, sagði móðir Jóhanns.
Hún hafði fullkomið vald á röddinni
en hún var með stóra, rauða bletti á hálsinum.
- Komdu, sagði annar lögreglumaðurinn.
- Komdu, við skulum líta á þetta.
- Já, góða skemmtun, sagði pabbi Jóhanns.
- Passið ykkur bara á rottunum.
Þeir mega vera vel á sig komnir þessir gyðingar.
Það er nefnilega bara kaðall úr íbúðinni þeirra,
ekki stigi eins og hér.
Ég þær í anda klifra niður á náttkjólunum!
- Er ekki brunastigi hjá þeim?
spurði lögreglumaðurinn.
- Nei, þetta var ein íbúð, en svo var henni skipt í tvennt. Við fengum stigann.
- Það er nefnilega það, sagði lögreglumaðurinn.
- Nei, þá er það líklega tilgangslaust.
Svo vitlausar eru þær varla.

1

2


Þær eru sjálfsagt einhvers staðar í felum
og eru reyna komast til Svíþjóðar
eins og allir aðrir gyðingar.
Jóhanni fannst fæturnir vera svíkja sig.
- Stattu á löppunum, sagði hann við sjálfan sig.
- Stattu á löppunum og láttu sem ekkert sé.
Lögreglumennirnir fóru fram á ganginn.
Þeir opnuðu dyrnar og kvöddu.
Fótatak þeirra út. Þeir settust inn í bílinn,
vélin fór í gang og þeir óku af stað.
Á bak við gluggatjöldin rak Jóhann
út úr sér tunguna á eftir þeim.
Mamma hans settist á stól.
- Guð minn almáttugur, stundi hún.
varstu snöggur, Einar.
Faðir hans brosti.
- Farðu og sæktu þær, Jóhann!
Þær krókna úr kulda þarna úti.
Svo lagði hann hönd á öxl sonar síns.
- Farðu varlega, sagði hann.
- Enginn sjá þig. Sérstaklega ekki Anna Lund, tæfan sú. Ef þetta kemst upp er úti um okkur öll.
Jóhann fór niður brunastigann.

Hann lét fara eins lítið fyrir sér og hann gat.
Honum fannst eins og þúsund augu störðu á sig.
Þúsund fjandsamleg augu.
Hann leit óttasleginn
upp í gluggann hjá Önnu Lund.
Hann hafði sjálfur séð það margsinnis.
Hún var með Þjóðverja,
liðsforingja í háum leðurstígvelum
og með hakakross á húfunni.
Hann var oft hjá henni í íbúðinni.
Ef hann væri þar núna!
Sem betur fer virtist allt hljótt og dimmt.
- Halló, hvíslaði hann.
- Hættan er liðin hjá. Ykkur er óhætt koma.
Þær höfðu falið sig á bak við ruslatunnurnar.
komu þær fram.
Hann leit á blóðrauða fætur þeirra.
Þær höfðu staðið berfættar í snjónum
í meira en fimmtán mínútur.
Það voru ekki mörg ár síðan
Jóhann og María höfðu verið hér í feluleik.
var þetta enginn leikur lengur.
geisaði stríð og þau tóku þátt í því.

3

4

VERKEFNI
Þið eruð lesa um það þegar það var stríð í Noregi.
Vitið þið um lönd í heiminum þar sem núna geisa stríð?
Þið getið notað netið eða rætt þetta heima til
upplýsingar um stríð í heiminum.
- Og vitið þið um stríð þar sem einstakir hópar,
eru ofsóttir, eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni?


RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Gígja Svavarsdóttir 4.5.2007