Notandanafn:   Aðgangsorð:               

6. Umhverfið og ég

Hvað passar ekki?

Í þessum tveimur leikjum reynir á athyglisgáfuna því smella skal á þá mynd sem sker sig úr. Það er kjörið barnið til nefna hlutina sem það sér og æfa þannig skýran framburð og efla orðaforðann í leiðinni.
Umhverfið mitt - vettvangsferð

Það getur verið gaman bregða sér út úr húsi, fara í gönguferð og skoða umhverfið á annan hátt en gert er dags daglega.

Á þessu blaði eru ýmsar myndir sem tengjast umhverfi fólks. Nemendur geta tekið blaðið með sér í vettvangsferðina og/eða unnið það þegar heim er komið.
Upplagt er æfa ýmis hugtök í gönguferðinni og leikur þar sem t.d. barnið getur upp á einhverjum hlut í umhverfinu (sem foreldri velur sér) getur verið skemmtilegur.Hver er ég - og hvaðan er ég

Hér fyrir neðan er vísað á nokkur verkefnablöð sem gagnlegt og gaman getur verið vinna. Unnið er út frá nemandanum sjálfum og tengslum við Ísland.Fánar

Á þessu blaði er upplagt lita íslenska fánann og einnig fána dvalarlands.
Hér segja frá því litirnir í íslenska fánanum tákna: eld, ís, haf og himinn.Hvað er á Íslandi?

Við vinnu á þessu blaði spyr foreldri fyrst spurningarinnar "Hvað er á Íslandi?" og skrifar niður einstök orð.

Til nemendur tengi landkortið við Ísland er kjörið teikna saman hús, fólk og farartæki inn á landakortið. Eins tala um Ísland eyja og teikna því skip og fiska í kringum landið.Rétta leiðin valin

Þetta blað byggir á því nemandi fylgi réttu formi í gegnum þrautina.

Verkefnið býður upp á umræður um ferðalög og eins umræður um mismunandi form (t.d. hringur og þríhyrningur).


Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 22.10.2006