Aðalverkefni






Íslenskar vættir eru margar. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skiptir þeim í álfa og huldufólk tröll dverga kynjadýr loftanda jólasveina fornmenn landvættir goðverur og drauga

Það er ekki hægt lesa allt í einu og því er verkefni vikunnar um álfa og huldufólk.

Undirstrikuð orð rennið músinni yfir, smellið og fáið skýringu á orðinu.

Álfar og huldufólk.

Orðin huldufólk og álfar merkja í flestra hugum eitt og hið sama. Álfar eru oft nefndir ásamt ásum í Eddukvæðum og stöku sinnum í dróttkvæðum og fornsögum. Engar lýsingar eru samt á atferli þeirra eða útliti nema á einum stað í Snorra Eddu þar sem þeim er skipt í ljósálfa og dökkálfa.

Orðið huldumaður sést ekki á bók fyrr en seint á á 15. öld og huldufólk ekki fyrr en á 17. öld. Þetta orð vann hins vegar mjög á síðustu þrjár aldir en álfur fékk aukamerkinguna afglapi. Ef nokkur munur er á orðunum í þjóðsögum er hann helst oft sést getið um kóngafólk meðal álfa en ekki hjá huldufólki.

Sjáendur telja huldufólk yfirleitt öllu tígulegra, fríðara og fíngerðara en manneskjur og jafnvel óáþreifanlegt. Þó segja sumir efrivör álfa kúpt ofan frá miðsnesi þar sem dæld er á mönnum og jafnvel þá vanti miðsnesið. Huldufólk er yfirleitt óáleitið fyrra bragði, en getur þó átt til leita bæði hjálpar og ásta. Það er mjög vinfast eða langrækið eftir því hvort vel eða illa er gert við það.

Ýmsar sagnir eru um uppruna huldufólk.

Heimild: Íslenskt vættatal, Árni Björnsson tók saman.
Mál og menning, Reykjavík 1990.


Þessi saga er líklega þekktust um uppruna hulduf ólk s.

Munið renna músinni yfir undirstrikuðu orðin!
Hlustið og lesið


Huldumanna Genesis hlusta

Einhverju sinni kom guð almáttugur til Adams og Evu. Fögnuðu þau honum vel og sýndu honum allt sem þau áttu innanstokks. Þau sýndu honum líka börnin sín og þótti honum þau allefnileg. Hann spurði Evu hvort þau ættu ekki fleiri börn en þau sem hún var búin sýna honum. Hún sagði nei. En svo stóð á Eva hafði ekki verið búin þvo sumum börnunum og fyrirvarð sig því láta guð sjá þau og skaut þeim fyrir þá sök undan. Þetta vissi guð og segir: „Það sem á vera hulið fyrir mér skal verða hulið fyrir mönnum." Þessi börn urðu mönnum ósjáanleg og bjuggu í holtum og hæðum, hólum og steinum. Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komnir af þeim börnum Evu sem hún sýndi guði. Mennskir menn geta aldrei séð álfa nema þeir vilji sjálfir því þeir geta séð menn og látið menn sjá sig.


(Jón Árnason: Þjóðsögur og ævintýri, 1. bindi, bls. 7, Rvk.: 1965 og oftar)
( Gunnar Már Hauksson les)


Verkefni 1.
  • Haldið þið álfar séu til
    Af hverju Af hverju ekki
  • Þekkið þið fleiri sögur af álfum og huldufólki
  • Þekkja foreldrar ykkar kannski einhverjar sögur sem þau hafa ekki sagt ykkur ennþá Prófið spyrja þau.

Skrifaðu um þetta og skilaðu verkefninu með því Senda Líf póst


Verkefni 2.
  • E ru svipaðar sögur af vættum þar sem þið búið núna
  • Eru tröll, álfar og huldufólk
  • Eru dvergar, kynjadýr, loftandar, jólasveinar
    - eða bara eitthvað allt annað

Segðu frá og skilaðu verkefninu með því Senda Gígju póst

Viltu lesa meira um álfa og huldufólk
Salvör Gissurardóttir tók þetta saman.
Svo er hægt fara í leitarvélar og leita






© Gígja Svavarsdóttir 5.3.2004