Dagurinn hjá Lárusi

...

Lestu textann og breyttu honum yfir í

fyrstu persónu eintölu Dagurinn hjá mér.

...

Hvunndagurinn.

...

Dagurinn hjá Lárusi.

...

Vekjaraklukkan hans Lárusar hringir

klukkan sjö. Venjulega snýr hann sér

á hina hliðina og heldur áfram að sofa

af því að hann er þreyttur. Stundum

hendir hann klukkunni í vegginn, því

hann er svo morgunfúll. Hann vaknar

of seint og flýtir sér inn á baðherbergi

og þvær sér og burstar tennurnar. Hann

hefur ekki tíma til að fara í sturtu. Hann

hleypur niður stigann. Hann kveikir á

útvarpinu og hlustar á tónlist. Hann hefur

ekki tíma til að borða en drekkur einn

kaffibolla. Hann fer út og hleypur í strætó.

Hann er of seinn en rétt nær strætó.

Hann kemur í skólann klukkan níu

(reyndar oftast klukkan tuttugu mínútur

yfir níu). Hann er búinn í skólanum

klukkan fjögur.

...

Hann kemur heim um fimm. Hann borðar

kvöldmat um hálf sjö. Eftir kvöldmat horfir

hann stundum á sjónvarpið, en venjulega

fer hann út með vinum sínum. Hann kemur

seint heim, stundum ekki fyrr en klukkan

tvö, þrjú. Þá fer hann beint í rúmið og

steinsofnar.

__________________________

Þú byrjar:

Vekjaraklukkan mín hringir klukkan sjö...



 
Þú hefur þegar svarað þessu verkefni, svarið þitt er hér fyrir neðan:

Vekjaraklukkan mín hringi((hringir)) klukkan sjö. Venjulega sný ég mér á hina hliðina og held áfram að sofa af því að ég er þreytt. Stundum hendi ég klukkunni í vegginn, því ég er svo morgunfúll((morgunfúl)). Ég vakna of seint og flýti mér inn á baðherbergi og þvæ mér og bursta tennurnar. Ég hef ekki tíma til að fara í sturtu. Ég hleyp niður stigann. Ég kveiki á útvarpinu og hlusta á tónlist. Ég hef ekki tíma til að borða en drekk einn