Föstudagur; spurningar

...

-Föstudagur-

...

Í dag er ég skárri.

Ég er ekki mikið veikur.

En, ég verð að vera heima,

ég er enn með smá hita.

Ég er svangur! og þá er lífið gott.

Mér finnst gaman að borða

morgunmat. Og - mig langar

líka í kaffi!

Já, kannski er mér að batna.

...

Núna er konan mín að hita te,

en ég ætla að biðja hana

að búa til gott kaffi.

Já, þetta verður góður dagur held ég!

...

-Spurningar-

...

1. Hvaða dagur er?

2. Er Nonni verri eða skárri?

3. Er Nonna að batna?

4. Hvað er konan hans Nonna að gera?

5. Hvað ætlar Nonni að biðja konuna sína að gera?



 
Þú hefur þegar svarað þessu verkefni, svarið þitt er hér fyrir neðan:

1. Það er föstudagur. 

2. Nonni er skárri í dag. Hann er skárri í dag. 

3. Honum er að batna. 

4. Konan hans er að hita te. Hún er að hita te. 

5. Hann ætlar að biðja hana að búa til gott kaffi. 


Umsögn um svarið þitt:

Þóra Björg Gígjudóttir
12.5.2020

Glæsilegt!! 10