Ritun: Heima

...

Þú ert heima.

Þú horfir og þú skrifar hvernig er heima hjá þér.

...

Prófaðu að nota nefnifall með greini.

Þetta er / Mér finnst + nefnifall:

stóll-inn (minn) - mynd-in (mín) - borð-ið (mitt)

...

Notaðu líka þolfall með greini.

Ég sé / Ég skoða / Ég keypti/ Ég mála....+ þolfall:

stól-inn (minn) - mynd-ina (mína) - borð-ið (mitt)

...

Notaðu liti og lýsingarorð.

Hann er fallegur - hún er svört - það er gamalt

...

Prófaðu líka að nota liti og lýsingarorð í þolfalli.

Ég sé / Ég á/ Mig langar í.... :

gul-an stól - gul-a mynd - gul-t borð

...

Góða skemmtun!

...



 
Þú hefur þegar svarað þessu verkefni, svarið þitt er hér fyrir neðan:

Þetta er blómið mitt.

Ég skoða blómið mitt.

Það er fallegt.

Ég á fallegt og lítið blóm.

Þetta er bókin mín.

Ég keypti bókina mína.

Hún er ný.

Ég á áhugaverða bók.

Þetta er stóllinn minn.

Ég sé stólinn minn.

Hann er gamall.

Mig langar í nýjan stól.

Frábært Marzena!

Sjáumst á morgun.

Kveðja

Guðrún


Umsögn um svarið þitt:

Guðrún Árnadóttir
18.5.2020







© Guðrún Árnadóttir 15.5.2020