Að flokka námsefni

Flokkun á námsefni hefur verið endurbætt til að auðvelt sé að átta sig á hvaða efni er til í hverjum flokki. Efni er flokkað annars vegar eftir efnisflokkum og hins vegar námsgreinum.

Gerð hefur verið sú breyting að þegar efni er stofnað er aðeins hægt að velja námsgreinar sem tilheyra viðkomandi skóla. Efnisflokkar eru áfram almennir.

Á síðunni Verkefnasafn er hægt að bæta við efnisflokkum og námsgreinum.

Þegar efni er skoðað er hægt að tengja efnisflokka og námsgreinar við efnið. Það er hægt að skoða allt efni sem hefur verið merkt efnisflokki með því að velja efnisflokkinn.