Námsumhverfið

Hér er listi yfir helstu aðgerðir sem nemendum í Netskólanum standa til boða:

 • Á Skólasíðu geta notendur komist inn á námskeið sem þeir eru skráðir á bætt inn og skoðað efni, skoðað póst o.fl.
 • Notendur Internet Explorer 5.5 eða nýrri og notendur Firefox fá aðgang að netritli sem er vefbundið ritvinnsluforrit, sem er tengt við myndasafn notanda og viðhengjaskrá
 • Allir notendur fá aðgang að pósthólfi, þar sem hægt er að lesa, skrifa, eyða og svara skeytum
 • Hver notandi getur sett upp eigin heimasíðu, með gestabók, dagbók og myndaalbúmum
 • Notendur geta flutt skrár úr eigin tölvu í skráasafnið sitt í Netskólanum. Þessar skrár og myndir er svo til dæmis hægt að nota í ritli og í myndaalbúmum, sem viðhengi með skilaverkefnum og á fleiri stöðum
 • Skrár eru aðgengilegar í Efnið mitt, þar sem skrár eru flokkaðar í myndir, Office skjöl, PDF skjöl, hljóðskrár, myndbandsskrár og önnur skjöl.
 • Hver notandi fær úthlutað 1 MB skráasvæði á miðlara, umsjónarmaður getur stækkað það í allt að 5 MB.
 • Notendur geta aðeins flutt inn efni á skilgreindu sniði, öðru efni er hafnað af öryggisástæðum. Myndir sem eru of stórar (í punktum eða bætum) er einnig hafnað.
 • Nemendur geta skráð atburði og minnisatriði á dagatalið sitt.
 • Nemendur geta unnið að lausnum á skilaverkefnum sem kennarar úthluta þeim, og skilað inn lausnum þegar þær eru tilbúnar.
 • Í Einkunnabók hafa nemendur yfirsýn yfir einkunnir fyrir öll próf og verkefni sem þeir hafa skilað inn.
 • Nemendur geta skoðað námsferil sinn innan Netskólans.

Aðstoð við vinnslu:

 • Kennarar fá aðgang að kennarastofu, þar sem þeir geta tekið þátt í umræðum, fengið tilkynningar um nýjungar o.fl.
 • Í námsumhverfinu er innihaldstengt hjálparkerfi (context sensitive). Upplýsingar í hjálparkerfi tengjast réttindum notenda. Hægt er að leita í hjálparkerfi.