Um Netskólann

Netskólinn er íslenskt náms- og kennslusamfélag á netinu

Í Netskólanum geta skólar, fyrirtæki eða stofnanir komið sér fyrir á vefnum haldið úti vef og boðið notendum sínum að útbúa eigin vefsíður og sækja sér menntun, ýmist upp á eigin spýtur á námskeiðum sem eru án reglulegrar kennslu, eða á námskeiðum sem kennarar hafa umsjón með og stjórna. Námskeiðin eða námið geta verið að öllu leyti á netinu eða sem stuðningur við hefðbundið nám. Netskólinn er íslensk hönnun og hefur frá upphafi verið mikil áhersla lögð á að hanna námsumhverfið á þann hátt að það sé í senn sveigjanlegt og notendavænt.

Það er mjög einfalt að færa efni inn í kerfi netskólans, ýmist til að nota í vefumsjónarkerfi eða í sjálfu námsumhverfinu.

Kjarnahugbúnaður Netskólans hentar á öllum skólastigum.

Öflug samskiptakerfi

Samskiptakerfi Netskólans er einn af grunnþáttum þess, notast er við samskiptamáta eins og innan-kerfis póst sem er notaður til að senda tilkynningar og áminningar t.d. til nemenda að svara skilaverkefnum. Umræðuþræðir í netskólanum eru byggðir þannig upp að kennarar geta á einfaldan hátt séð virki nemenda. Tölvupóstur er einnig notaður til að senda upplýsingar úr úr kerfinu.

Vopnabúr hins netvædda kennara

Það má segja að Netskólinn búi yfir vopnabúri fyrir hinn netvædda kennara. Einfalt er að stofna námskeið og taka við skráningum. Námskeiði er skipt upp í lotur og síðan eru þau kennslu- og samskiptatæki sem henta valin. Á meðal þess sem er hægt að gera er að leggja fyrir verkefni og skilaverkefni, setja inn glærusýningar, hljóðskrár eða myndbönd. Einnig er hægt að leggja fyrir kannanir, setja inn gagnlegar vefslóðir, skýringar á hugtökum og safna efni í spurningabanka.

Vefumsjónarkerfi

Vefumsjónarkerfi netskólans er óháð námsumhverfinu, þar geta umsjónarmenn skóla sett inn efni t.d. upplýsingar fyrir gesti, skrifað fréttir og greinar og birt lista yfir námsframboð. Mjög einfalt er að viðhalda efni í vefumsjónarkerfinu, því í kerfinu er öflugt vefbundið ritvinnsluforrit sem virkar í Internet Explorer og Firefox.

Í vefumsjónarkerfinu er einnig hægt að skrá skólanámskrá sem er síðan hægt að tengja við námsgreinar í Netskólanum, setja inn myndir á myndasíður auk fleiri möguleika.