Sérnöfn og samnöfn

Sum orð eru alltaf skrifuð með stórum staf. Þau eru sérnöfn.

Ísland er dæmi um sérnafn því landið á sér þetta sérstaka heiti.
Anna er líka sérnafn af því að henni var gefið sérstakt nafn.
Snati er líka sérnafn af því að hundinum var gefið nafn.

Önnur orð eru skrifuð með litlum staf og eru samnöfn.
Dæmi um samnöfn eru hundur, fjós, rófa og hænsnakofi.
Hér er orðaruna. Hver eru sérnöfnin?

Kolur, hvolpur, Reykjavík, fjörður, Hafnarfjörður, fjall, Esja, Snælda, kisa

 


Spurning 1 af 3.

 10  
© Edda Rún Gunnarsdóttir 27.2.2012