Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Rigning í Osló, 8. hluti


Hér sjáið þið sum orð eru rauð
Það eru sagnirnar.
Þær eru allar í nútíð.
Breytið þeim í þátíð.

Hjálp: Sagnavefur - Málfræðihefti - sagnirAndrúmsloftið í skólanum er undarlegt.Elstu nemendurnir tala saman í hálfum hljóðum.Margir vita hvað hefur gerst.Í mörgum bekkjum eru gyðingar.Núna eru þeir horfnir. Hafa þeir flúið?Eða hafa Þjóðverjar tekið þá?Jóhann stendur á miðri skólalóðinni.Hann er með hnút í maganum.Honum finnst bréfið loga í skólatöskunni.Hvernig á hann að koma því til Ólsensán þess að nokkur taki eftir?Bekkjarbróðir hans kemur til hans.Það gleður Jóhann lítið.Strákurinn heitir Geir og pabbi hanser nasisti.Hann býr í húsinu við hliðina á Jóhanni.Fyrir stríðið höfðu þeir oft leikið sér saman en nú bannar pabbi hans það.- Vertu ekki með nasistakrökkum, segir hann.Eignilega er þetta sorglegtþví að Geir og Jóhann hafa verið góðir vinir.- Er María í skólanum í dag? spyr Geir.Jóhann finnur hvernig hjarta hans sló eins og sleggja.Blóðið þýtur fram í kinnarnar. Hannstamar: - É - é - ég veit það ekki! Af hverju spyrðu?- Nei ... ég spyr bara. Þjóðverjarnir eru að taka þá. Gyðingana.Jóhann er búinn að jafna sig.- Taka þá? spyr hann. - Hvað meinarðu? Ertu orðinn sami nasistinn og pabbi þinn?Geir lítur hvasst á hann.Augun verða lítil, illskuleg og ógnvekjandi.Þú skalt ekki tala svona við mig! hvæsir hann.
Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Gígja Svavarsdóttir 8.5.2007