Rigning í Osló, 8. hluti


Hér sjáið þið sum orð eru rauð
Það eru sagnirnar.
Þær eru allar í nútíð.
Breytið þeim í þátíð.

Hjálp: Sagnavefur - Málfræðihefti - sagnir



Andrúmsloftið í skólanum er   undarlegt.
Elstu nemendurnir tala   saman í hálfum hljóðum.
Margir vita  
hvað hefur   gerst.
Í mörgum bekkjum eru   gyðingar.
Núna eru   þeir horfnir.
Hafa    þeir flúið?
Eða hafa   Þjóðverjar tekið þá?
Jóhann stendur   á miðri skólalóðinni.
Hann er   með hnút í maganum.
Honum finnst   bréfið loga í skólatöskunni.
Hvernig á    hann að koma því til Ólsens
án þess að nokkur taki   eftir?
Bekkjarbróðir hans kemur   til hans.
Það gleður    Jóhann lítið.
Strákurinn heitir   Geir og pabbi hans
er   nasisti.
Hann býr   í húsinu við hliðina á Jóhanni.
Fyrir stríðið höfðu þeir oft leikið sér saman en nú bannar   pabbi hans það.
- Vertu ekki með nasistakrökkum, segir   hann.
Eignilega er    þetta sorglegt
því að Geir og Jóhann hafa    verið góðir vinir.
- Er María í skólanum í dag? spyr   Geir.
Jóhann finnur   hvernig hjarta hans sló eins og sleggja.
Blóðið þýtur   fram í kinnarnar. Hann
stamar:   - É - é - ég veit það ekki! Af hverju spyrðu?
- Nei ... ég spyr   bara. Þjóðverjarnir eru að taka þá. Gyðingana.
Jóhann er   búinn að jafna sig.
- Taka þá? spyr    hann. - Hvað meinarðu? Ertu orðinn sami nasistinn og pabbi þinn?
Geir lítur   hvasst á hann.
Augun verða   lítil, illskuleg og ógnvekjandi.
Þú skalt ekki tala svona við mig! hvæsir   hann.








































© Gígja Svavarsdóttir 8.5.2007