Samanburður á þremur sögum

 
Það eru til minnsta kosti þrjár sögur um það hvernig Sæmundur fróði slapp úr Svartaskóla
Getið er um þrjár sögur í Netútgáfunni.
  1. Skoðið þær og athugið hvað er sameiginlegt og hvað ekki.  - Er til dæmis alltaf um eitthvert gabb ræða
Munið vera með inngang meginmál og lokaorð.

Núna skuluð þið huga því eða sem þið eruð skrifa fyrir viti ekkert um málið.  Auðvitað vitum við kennararnir eitthvað um þetta, en hugsið ykkur þið séuð segja einhverjum frá sem ekkert veit um málið.

Lesið sögurnar hér neðst á síðunni og veltið svo fyrir ykkur atriðunum sem byrja hér:

  1. Byrjið á segja þið ætlið skrifa um þrjár útgáfur af sögum um það hvernig Sæmundur komst úr Svartaskóla.
  2. Það þarf segja örstutt frá Svartaskóla, hver var líklega "skólastjórinn" og hvernig menn komust út úr honum.
  3. Svo skrifið þið aðalatriði hverrar sögu.  Munið hafa það í stuttu máli og segja sem mest frá með ykkar orðum.
    Það heitir endursegja og er því endursögn
  4. Við endursegja þarf pæla í því hvernig hægt er stytta textann sem á segja frá.  
    Því þarf hugsa; hver eru aðalatriðin og hver eru aukaatriðin?
    Til dæmis: Skiptir máli það heyrist í hurðinni í fyrstu sögunni?  Skiptir máltækið máli Líklega ekki við bera saman lík og ólík atriði í meginsögunni um hvernig Sæmundur fróði slapp úr Svartaskóla.
  5. Þið verðið líka passa þau atriði sem þið talið um sem lík og ólík séu í endursögninni.  Annars skilur eða sú  sem veit ekki neitt um málið af hverju þið takið það dæmi.
  6. Þegar þið eruð búin endursegja sögurnar þá skrifið þið hvað er líkt og hvað er ólíkt í sögunum.
  7. Í lokin komið þið með niðurstöðu.  Til dæmis ef einhver atriði eru í öllum sögunum - og svo eitthvað persónulegt frá ykkur.

Þegar þið eruð búin, prófið lesa það sem þið hafið skrifað fyrir foreldra ykkar.  Athugið hvort þau koma með einhverjar spurningar um efnið, en þá gæti verið líklegt þið hefðuð gleymt útskýra eitthvað sem skiptir máli fyrir fólk sem veit ekki neitt um málið.
    Stundum heyrir maður líka betur hvort texti er í lagi heldur en ef  maður er lesa hann yfir :)

Ein sagan Önnur saga Þriðja sagan
Einu sinni voru þrír Íslendingar í Svartaskóla: Sæmundur fróði, Kálfur Árnason og Hálfdán Eldjárnsson eða Einarsson, sem seinna varð prestur Felli í Sléttuhlíð. Þeir áttu allir fara burtu í einu, og bauðst þá Sæmundur til ganga seinastur út. Urðu hinir því fegnir. Sæmundur varpaði þá yfir sig kápu stórri og hafði ermarnar lausar og engan hnapp hnepptan. En rið var upp ganga úr skólahúsinu. Þegar Sæmundur kemur á riðið, þrífur Kölski í kápu hans og segir: "Þig á ég." Varpaði þá Sæmundur af sér kápunni og hljóp út. Hélt Kölski kápunni einni eftir. En járnhurðin rumdi á hjörum og skall svo fast aftur á hæla Sæmundi, hælbeinin særðust. Þá sagði hann: "Skall þar hurð nærri hælum," og er það síðan orðið máltæki. Þannig komst Sæmundur fróði burt úr Svartaskóla með félögum sínum. Það er sagt um Sæmund fróða, er þangað Svartaskóla) gekk með stallbræðrum sínum, hann hafi orðið þar eftir og annar með honum, er Christophor hét. En er þeir voru vel lærðir, fóru þeir út, og átti þá Sæmundur ganga á eftir, og segja menn, hann hafi lagt yfirhöfn fulla af fötum á bak sér. En þegar þeir gengu út, var gripið í Sæmund; lét hann þá lausa yfirhöfnina og komst svo út, en þá var morgunn. Sæmundur tók þá skó þeirra félaga og fyllti með vatni, og báru þeir þá svo yfir höfði sér allan daginn fyrir eftirför. Þá hélt skólalýður, þeir hefðu í vatni drukknað. Annan dag fylltu þeir skó sína sína með sjó og fóru svo sem fyrr. Hélt þá skólalýður, vatnið hefði fleytt þeim fram í sjó. Þriðja daginn lét Sæmundur fylla skó þeirra með mold og grasi yfir og báru þá þannig á höfði sér. Þá kvað skólalýður þá vera á land rekna og jarðaða. Var þá útséð um alla eftirför, þegar þessir þrír dagar voru liðnir. Eigi mundu allir hafa svo af komist, þó Sæmundur úr þrautum kæmist. Aðrir segja, þegar Sæmundur fróði gekk upp riðið og kom út í dyrnar á Svartaskóla, þá skein sólin móti honum, og bar skugga hans á vegginn. Þegar kölski ætlaði taka Sæmund, þá sagði hann: "Ég er ekki seinastur. Sérðu ekki þann, sem á eftir mér er?" Kölski þreif þá til skuggans, sem hann hélt mann vera; en Sæmundur slapp út, og skall hurðin á hæla honum. En upp frá þeirri stundu var Sæmundur jafnan skuggalaus, því kölski sleppti aldrei skugga hans aftur.

 

  • Athugið stafsetningu
  • Ekki gleyma greinarskilum
  • Ef þið viljið klára seinna:
    Þá smellið þið á vista en ekki merkja við skila til kennarans!
  • Til vinna svo áfram smellið þið aftur á verkefnið á námskeiðinu og þá er það sem þið voruð búin skrifa neðst í verkefninu :)
    Hægt breyta, bæta og klára seinna!


RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Gígja Svavarsdóttir 20.4.2005