Útlit

Hundurinn hefur dæmigerð einkenni fyrir spíss-hund. Hann er meðalstór og eru helstu einkenni hundsins hringað skott, tvöfaldir sporar(fjársporar) og meðalstór upprétt eyru. Hann er "brosandi" hundur og hefur öruggt og frjálslegt fas sem einnig er einkennandi fyrir íslenska hundinn. Hárafar hans er með tvennu móti. Ýmist er það snöggt eða loðið en ávalt þétt og hrindir vel frá sér vætu.

Algengustu litir eru: gulur, svartur, mórauður og grár. Nefið á að vera svart eða brúnt. Algengasta litaskiptingin er botnótt, blesa kragi (strútótt), kolótt trýni, hvítt í bringu, týra í skotti og leistar á fótum og tám.


Hvernig er hárafar íslenska hundsins? 


Spurning 1 af 2.

 5  




© Árni H. Björgvinsson 16.2.2012