Rúnir

Athugið: verkefnið er neðst

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða.
Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur.

Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.

Eldra rúnakerfið. Myndin er fengin úr Íslensku alfræðiorðabókinni

Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.

Yngri gerð rúnaletursins.

Heimild: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3887
__________________________________________

Verkefni

Smellið hér og reynið ykkur í rúnaletri






© Gígja Svavarsdóttir 20.5.2005