Sérnöfn eða samnöfn?

Nafnorð

Nafnorð eru nöfn á einhverju

Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn

strákur = samnafn
Sigurður = sérnafn

Nafnorð eru til í eintölu og fleirtölu

Einn strákur
Margir strákar

Nafnorð bæta við sig greini

strákur strákur inn
strákar strákar nir

Nafnorð eru til í fjórum föllum

eintala fleirtala

Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

hér er strákur
um strák
frá stráki
til stráks
hér eru strákar
um stráka
frá strákum
til stráka

Nafnorð eru til í þremur kynjum

Hann er maður (karlkyn)
Hún er kona. (kvenkyn)
Það er barn (hvorugkyn)

__________________________

VERKEFNI

1. Lesið um Auði djúpúðgu
og
finnið minnsta kosti 5 nafnorð í textanum!
Það finna fleiri

2. Skrifið nafnorðin í textaboxið
hér fyrir neðan

3. Fyrir aftan nafnorðin skrifið þið:

a. hvort þau eru
sérnöfn eða samnöfn
b. hvort þau eru í eintölu eða fleirtölu
c. hvort þau eru karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn

Dæmi:
Auður sérnafn eintala kvenkyn
land
samnafn eintala hvorugkyn

_________________________________________

Auður djúpúðga

Auður djúpúðga var fræg landnámskona. Hún var mjög vitur og merkir viðurnefnið djúpúðga hin djúpvitra. Hún kom til Íslands eftir hafa misst manninn sinn Ólaf hvíta í orustu á Írlandi. Son sinn Þorstein hafði hún einnig misst í orustu í Skotlandi.

Hún nam land í Dalasýslu og bjó á sem heitir Hvammur. Mörgum skipverjum sínum gaf hún land og eru bæir og dalir nefndir eftir þeim. Dæmi um það eru Ketilsstaðir, Hörðudalur og Hundadalur. Ein af Íslendingasögunum fjallar um Auði og þá sem komu með henni til Íslands. Það er Laxdæla saga.

Auður var kristin kona en það voru ekki allir landnámsmenn. Flestir þeirra voru heiðnir og trúðu á æsi. Í Landnámabók er sagt Auður hafi haft bænahald á Krosshólum. Þar lét hún reisa þrjá krossa. Vinir hennar og ættingjar höfðu mikla trú á þessum stað. Steinkross sem er minnisvarði um Auði djúpúðgu er þar nú.

Úr: Komdu og skoðaðu landnámið Jóhanna Karlsdóttir og Sigrún Helgadóttir. Námsgagnastofnun, 2003.


RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Gígja Svavarsdóttir 23.3.2005