Kyrrstaða og hreyfing 2

Hreyfing og kyrrstaða.

-

Þolfall er notað fyrir hreyfingu á stað. Að fara í (þf.), að fara á (þf.).

Þágufall er notað fyrir kyrrstöðu á stað. Að vera í (þgf.), að vera á (þgf.).

-

Ég fór í vinnuna (þolfall). Ég var í vinnunni (þágufall).

Ég labbaði í vinnuna (þolfall). Ég borðaði í vinnunni (þágufall).

-

Notið orðin hérna (linkur) sem módel til að búa til þolfall og þágufall. Til dæmis er stelpa eins og vinna.

Stelp-a, vinn-a; stelp-una, vinn-una; stelp-unni, vinn-unni.



Ég fór í (vinnan)  í gær.

Ég var í (vinnan)  í morgun.

Ég labbaði í (vinnan)  klukkan níu.

Ég borðaði í (vinnan)  í hádeginu.

Ég fór í (skólinn)  áðan.

Ég var í (skólinn)  í dag.

Ég hjólaði í (skólinn)  .

Ég lærði íslensku í (skólinn)  , af því að það er svo gaman.

Ég fór á (safnið)  með vini mínum.

Ég var á (safnið)  með honum.

Ég tók strætó á (safnið)  með vinkonu minni.

Ég skoðaði list á (safnið)   með vinkonu minni.








© Sigurður Hermannsson 14.5.2020